top of page

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er þrátt fyrir ungan aldur búinn að vera hluti af íslensku hip hop senunni í yfir 10 ár.

 

Gauti hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum, meðal annars Berndsen, Unnsteini Manuel, Pedro Pilatus, Gnúsa Yones, Blazroca, Hermigervli, Páli Óskari, Friðriki Dór.

 

Emmsjé Gauti hefur aldrei verið feiminn við tilraunastarfssemi og í tónlistinni hans má finna leifar af rannsóknarstarfi hans; popp, rokk, dans og hiphop ásamt allskyns öðrum áhrifavöldum.

 

Gauti hefur verið starfandi síðan 2002 en skaust þó ekki almennilega upp á stjörnuhimininn fyrr en með útgáfu hins umdeilda smells “Elskum þessar mellur” sem hann gerði í samstarfi við Blaz Roca árið 2009. Síðan þá hefur hann sent frá sér 2 breiðskífur: “bara ég” sem kom út árið 2010 og plötuna “ÞEYR” árið 2013.

 

Gauti hefur verið duglegur við að gefa út metnaðarfull tónlistarmyndbönd og eru fáir sem slá honum við í magni og gæðum á þeim vettvangi. Öll myndböndin má finna á Youtube og ætti enginn að láta þau framhjá sér fara.

 

Tónleikar með Gauta eru orkuhlaðin upplifun og hann nær alltaf að töfra áheyrendur með sér í lið. Ef þú ert einn af þeim sem vilt rapptónlist flutta með pönkuðu attitjúdi og viðstöðulaus veisluhöld þá er Emmsjé Gauti tónlistarmaður sem þú ættir að athuga með.

 

--------------------------------------------------------

 

Despite his young age, Emmsjé Gauti is a veteran when it comes to the rap game. After honing his talent for the last 11 years in Reykjavik’s small but vibrant and competitive rap scene, he released his debut solo album in 2010 which proved a big hit among fans and critics alike.

 

Catapulting into the spotlight with his feature on the Blazroca’s hit "Elskum Þessar Mellur", the aptly titled "Bara Ég" (“Only Me”) solidifies his status as one of Iceland's most prominent young artists, striking an eclectic balance between flamboyant pop, humor and unadulterated rhyming skills. Say what you want about young Emmsjé Gauti, he gets the party started! Go check out his videos on Youtube (he's put out more of them this year alone than most artists do in their entire careers). Gauti released his second solo album in 2013 called “ÞEYR”. “ÞEYR” is a darker, heavier release than his first outing and showcases the growth of the artist. If you are into punk-like shows, stagediving and random bullshit, Gauti is your go to guy.

  • instagram.png
  • Wix Facebook page
  • Wix Twitter page

Instagram

  • soundcloud.jpg
  • email.png

Emmsjé Gauti

bottom of page