Tónleikabókanir

Strákarnir í Kaleo hafa komið eins og stormsveipur inní íslenskt tónlistarlíf undanfarið ár. Hljómsveitin sem aðeins hefur verið starfandi í eitt og hálft ár kom fyrst fram á sjónarsviðið í músíktilraunum 2013 og fljótlega eftir það gáfu þeir frá sér lagið "Rock n Roller". Sveitin sló svo í gegn með endurgerð sinni af laginu "Vor í Vaglaskógi" sem var mest spilaða lagið í íslensku útvarpi sumarið 2013. Í kjölfarið sömdu strákarnir við Senu og gáfu út sína fyrstu plötu í nóvember síðastliðnum. Platan seldist vel og hefur verið í efstu 3 sætum metsölulista síðan hún kom út. Alls hafa 7 lög af plötunni ratað í útvarpsspilun á Íslandi og 3 þeirra náð efsta sæti vinsældalista. Á íslensku tónlistarverðlaununum hlutu þeir verðlaunin "bjartasta vonin" og á Hlustendaverðlaununum fóru þeir heim með 3 verðlaun: Besta platan, söngvari ársins og nýliðar ársins. Strákarnir voru tilnefndir í öllum mögulegum flokkum á Hlustendaverðlaununum.
Framtíðin er björt hjá Kaleo en í byrjun sumars halda þeir á sitt fyrsta tónleikaferðalag erlendis. Þeir spila á Frigg Festival í Kaupmannahöfn og Tartu Indiefestival í Eistlandi ásamt fleiri stöðum. Þeir spila einnig á tónlistarhátíðum hér heima en þeir eru staðfestir á Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Secret Solstice hátíðina í Reykjavík og á Þjóðhátíð í Eyjum. Strákarnir eru nú þegar byrjaðir að vinna í nýju efni.
--------------------------------------------------------
For a band which formed just a year and a half ago, Kaleo has experienced considerable success. This indie-pop/rock quartet from the middle of the Atlantic ocean , Iceland, shot to fame last year with their cover of Icelandic classic ‘Vor í Vaglaskógi.’ and since then had three number 1 hit singles (6 chart entry's) . Their self-titled debut album, also released last year, peaked at number 1. The band was nominated in every possible category at the Icelandic listeners award and the boys took home the price for best singer, newcomer of the year and best album. They also won the best newcomer award at the Icelandic music awards. Following up on their success at home, the band are headed abroad to play their first international gigs, starting with the Frigg Festival in Copenhagen on May 10.
